Dauðarefsingar komnar út í öfgar!

 
Alvarlegt brot á mannréttindum á sér stað í Íran!
 
Ég er að horfa á fréttirnar og þar var verið að setja fram ný lög að þeir sem skipta um trú verða dæmdir til dauða...
Og á það bara við um karlmennina en konur verða dæmdar í ævilangt fangelsi.
Er þetta gert til að festa múslimatrú í Íran en fleiri og fleiri eru að færa sig yfir í kristna trú.
 
Kosning á þinginu var 161 á móti  7!!!
 
*ég á ekki til aukatekið orð*
 
Þetta skapar bara hræðslu og vanlíðan.
Ef þú færð ekki að stjórna þér sjálfur og þínu lífi hvernig líður þér þá innanbrjóst?
Og er þetta virkilega rétta leiðin til að fá fólk og halda því í trúarflokki?
 
*kúgun*
 
Þetta er ekkert annað en eitt form að stjórnum og mér bíður við þessu.
Að fólk sé dæmt til dauða við það eitt að skipta um trú er hreinn viðbjóður!!
 
Ég ætla aldrei til Íran!!!
 
alklaednadur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband