3 years ago...these were my thoughts :

 

Ég var að skoða eldgamla bloggsíðu : http://lilly-kind.blogcentral.is og fann spurningalista sem átti að segja fólki meira um mig. 

Þessi síða er frá því ég var 19-21árs :)

 - Enjoy Happy 

 Smá svona um mig....

 

Fullt nafn? Lilja Hlín Ingibjargardóttir

 

Fæðingardagur og ár? 19.mars 1986

 

Stjörnumerki?  A fish

 

Foreldrar? Ingibjörg Agnarsdóttir og “Sigurður Ólafsson”

 

Systkyni? Heiða Lind, Hildur Eva og Steingrímur Sigurðsson

 

Æfirðu íþróttir? Ábyggilega búin að æfa allar íþróttir sem til eru… en fótbolti stendur uppúr, skemmtilegasta og besta íþróttin …æfði hana lengst
Svo æfði ég m.a. íshokkí, körfu, frjálsar, karate, tai kwuan do, tennis, dans og margt fleira..
En núna í dag er það bara Classinn 3-6 sinnum í viku 
;)

 

Áhugamál? Þoli ekki þessa sp. ..hún er alls staðar.. 
Annars EF ég ætti að svara henni þá er það bara : vinir, ræktin, hangsa yfir tölvunni, djamma, ferðast, sól og sumar, hiti frekar en kuldi, læra skemmtilegt lærdómsefni og fl.

 

Áttu gsm? Já, veit ekki hvar ég væri án hans          

 

Uppáhalds ...

 

Matur? Hmmm, erfitt að svara þessari spurningu því ég borða nú ekkert voða mikið… 
En það sem stendur uppúr er góðar pizzur, tófubollur, humar og lasagnað hennar mömmu + hvítlauksbrauð 
;) 
Svo eru bjúgur og uppstúfur alltaf klassískt…nammi namm 
Því maður fær það svo sjáldan

 

Extra-tyggjó? Dökk-Grænn

 

 Staður á landinu? Í miðri geðveikinni, Reykjavík

 

 Kvikmynd? Svo margar skemmtilegar…en sú sem stendur uppúr því ég get alveg horft á hana endalaust er : “How to lose a guy in 10 days

 

 Ávöxtur? Banani, Jarðaber,bláber, fersk Vatnsmelóna og græn vínber

 

 

Trúirðu á......

 

Ást við fyrstu sýn? Nje, ekki alveg…þú verður nú að kynnast manneskjunni fyrst
En fólk getur fengið sterka hrifningu til einhvers í fyrsta skiptið 
;)

Guð? Nei, veistu…ég held ekki…

Ég meina, ég fer ekki í kirkju, bið ekki til guðs né trúi að hann hafi skapað heiminn… 
En ég þori að veðja að ef ég er að deyja, byssu sé miðað á mig eða ég sé að detta fram af kletti að ég eigi eftir að biðja til hans um hjálp… 
Þetta er bara e-ð svona sem maður er alinn upp við, við búum bara í kristnu samfélagi..

 

Skrímsli? Heh, nei reyndar ekki… en kannski svona VOÐA ljót og hræðileg dýr og manneskjur sem við gætum flokkað undir skrímsli ;p

 

Stjörnuspár? Ó já, þeim fylgist ég sko með… ég meina sumar eru nú alveg út í hött… 

En margar hverjar af þeim smell passa alveg og mér finnst alveg voða gaman að fylgjast með stjörnuspánni minni og fólksins í kringum mig..
Maður verður bara að passa að trúa henni ekki of mikið 
;)

 

Geimverur? Nei, ekki þessi týpan. En ég meina það er kannski líf einhversstaðar í einhverjum öðrum sólkerfum þarna úti… en ég trúi nú ekki á geimverur frá Mars eða þess háttar sem ætla einn daginn að yfirtaka jörðina. 

Kannski eru eihverskonar örverur, bakteríur eða þess konar lífverur á þessum plánetum, en ekkert stærra eða hættulegra en það ;)

 

Drauga? Já, frekar draugahrædd manneska. Trúi að fólk vaki yfir okkur. 
Upp að vissu marki auðvitað 
;)

 

Galdra? Já, allavegana á miðöldum.. 

rúnagaldur, svartigaldur, hvítigaldur og þannig
Svo eru grasalækningar einhvers konar galdrar… 
;)
Mjög spennó allt saman…
En ég trúi samt ekki á svona öfga-dæmi eins og “
Charmed

 

 Hvort er betra…..

 

Coke eða Pepsi? Æ, ég drekk ekki kolsýring… semsagt gos. En ég hef nú alveg smakkað báða drykkina og finnst Pepsi með betra bragð..

 

Blóm eða nammi? Bæði betra ;) Annars eru það blómin sem vinna mig…ég er svo gamaldags e-ð ;p 
En nottla ekki fá þau of oft, bara svona koma á óvart 
Hávaði eða næði? Næði en samt ekki of lengi því þá sturlast maður alveg og vill fá hávaða… En ekki of lengi heldur í hávaða því þá vill maður næði… 

Þetta er smá tricky question :/

 

Sundlaugar eða heitir pottar? Heitir pottar er svo þæginlegir, slappa af og kózý,…og nottla margt annað ;)
En ég myndi samt hafa bæði í garðinum hjá mér, svo ég gæti nú kælt mig og tekið smá sundsprett 
;)

 

Púðluhundur eða Rottweiler? Rottweiler. Því púðluhundar eru alveg geðveikir í skapinu :O

 

Buxur eða stuttbuxur? Buxur.

 

 Hver ... 

Fær þig til að hlæja mest? Heh, …ég er með svo sérstakan húmor ;p
Annars er það ábyggilega Hlynur, litli frændi minn..dýrka hann, getur orðið alveg eins og Joey í friends 
;)

Fær þig til að brosa? fjölskyldan og vinir mínir…þegar ég hugsa um þau þá brosi ég alveg út að eyrum ;)

 


 Hefurðu einhvern tíma ...

 

 Óskað þess að þú værir önnur en þú ert? Who hasn’'t J

 

Óskað þess að vera karlmaður? Ó, já… væri mun auðveldara líf stundum ;)

 

Óskað þess að líta öðru vísi út? Voða líkar þessar 3 spurningar… En já ég held nú að allir vilji líta öðruvísi út en þeir gera… 

 

Hérna er meira ...

Myndirðu giftast vegna peninga? Já ef ég myndi fá borgar fyrir það, …hahahaha :D

 

 Dreymir þig í lit eða svart/hvítt? …ummm, ég veit það ekki, mig dreymir allavegana ;p

Manstu fæðingu þína? Já… ég þrýstist allt í einu út úr mjúkum og heitum leggöngunum sem höfðu verið heimkynni mín í 9 mán. Ég sá voða SKÆRT ljós og fann fyrir nýstingskulda… það var ástæðan fyrir því að ég fór að hágrenja um leið og ég komst út í þetta helvíti.. Einnig var ástæðan alveg forljótur maður sem tók mig föstu taki og klippti á strenginn sem hafði gefið mér svo æðislega góða næringu allan þennan tíma… Svo var ég tekin og skrúbbuð hátt og lágt, ég hélt þetta væri heimsendir, ískuldi og skæra ljósið að drepa mig

EN…þá varð allt búið, þegar ég varð vafin í teppi og sett í hlýtt fangið á yndislegri konu sem sagðist ver móðir mín ;)

 

 Hvaða tungumál finnst þér fallegast? Íslenskan auðvitað ;)

En þau mál sem mig langar til að læra er : spænska, afríkönsk mál, hebreska og toppa enskuna

 

Hvort hefur þú slökkt eða kveikt á ljósunum þegar þú horfir á sjónvarpið? Ég er voða skrítin með þetta dæmi, ég er alltaf með kveikt á ljósunum þegar ég horfi á sjónvarpið…er voða sérvitur e-ð

Annars eru þau slökkt þegar e-r kemur í heimsókn ;p

 

Færðu martraðir? Já, óþæginlega oft :/ 
Og verð alltaf svo voða hrædd og get ekki sofnað strax eftir… þoli ekki martraðir :/

 

Hlustar þú á tónlist daglega? Jebb, það geri ég sko… Mjög mikið ;)

 

Hvað áttu mörg skópör sem þú notar? 3 strigaskó, 2 sem ég nota í ræktina, 3 stígvél, 6 fína skó, 4 sandala og svo 1-2 inniskó..
Ég er sko ekkert mikið fyrir skó 
;)

 

Hrýtur þú? Nei, ekki svo ég viti.. 
Reyndar þegar ég er alveg ÓTRÚLEGA þreytt þegar ég leggst upp í rúm og sofna liggjandi þá kemur það fyrir…en þá vakna ég alltaf við þær..

 

Hvort finnst þér betra að fara á fín veitingahús eða svona matsölustaði? Auðvitað alltaf skemmtilegra að fara á fín veitingahús… en nottla ekki of oft.
Þá fer maður bara á matsölustaði og eldar inn á milli

 

Hvernig viltu að augun í þér séu á litin? Voða fallega blá með ljósum tæjum inní… 

Annars hef ég nú lítið pælt í þessu því ég er bara ánægð með minn augnlit. Aldrei viljað litalinsur eða neitt ;)

 

Tekurðu einhver lyf? Já já …nóg af því…

 

Ertu dekurbarn? Heh, jebbs… það er ég :)

 

Rólega eða ruglaða týpan? Róleg áður en þú kynnst mér en þegar þú hefur kynnst mér þá er “no turning back” ;p

 

Ertu hamingjusöm manneskja? Já ég myndi segja það, allavegana í dag ;)

 

Hvað myndirðu vilja heita ef þú hétir ekki Lilja? Ég vil nú bara heita Lilja sko… 

En þegar ég var lítil þá vildi ég alltaf heita Rósa, heh don’t ask me why ;p
Eða 
Lena, því ég átti að heita það áður en ég var skírð Lilja
En annars finnst mér ekkert spes þegar fólk kallar mig báðum nöfnunum : 
Lilja Hlín …því ég er bara ekkert vön því 
Eða þegar það er að reyna að finna e-ð gælunafn á mig… vá hvað mér finnst það e-ð skrítið :/

 

Hver er þinn versti ótti? Ætli það sé ekki að fá ólæknandi sjúkdóm, lamast og svo verða voða akalega feit og ljót…

 

Hefurðu fengið hlaupabóluna? Jebbsí, 2svar meira að segja :O

 

Ertu með göt einhverstaðar eða tattoo? Engin tattoo…en er með göt í eyrunum og í naflanum

Svo audda bara þar sem þau eiga að vera á líkamanum ;)

 

Hver er tilgangur lífsins? Bara að lifa í núinu og gera það sem manni langar til þegar tækifærin gefast :)

En samt fara vel með þetta líf sem við eigum og sóa því ekki í vitleysu..

Hvað er mesta prakkarastrikið þitt? Vá þau eru of mörg ;)

En eitt hérna : Þegar ég og Þórey vorum litlar þá hringdum við stundum í þarna klámlínurnar.. Aðeins að stríða gaurunum. Og svo þegar þeir voru alveg að fá það þarna í símann þá öskruðum við hvaða helv. perrar þeir væru, að við værum bara 12 ára, þeir væru ógeðslegir að hringja í svona, gætu þeir ekki reddað sér almennilegum kellingum og svo framvegis ;) Alveg að eyðileggja allt fyrir þeim og þeir að borga ekkert smá mikið fyrir, heh
Svo létum við þá líka hitta okkur, t.d. hjá Sundlauginni, sögðum honum að mæta með rós eða whatever til að við gætum þekkt hann, og svo horfðum við bara á hann standandi þarna og bíða…hahahaha + haldandi á rós eins og e-r aumingi ;p

Grátið þegar einhver deyr? Já, ég er ekki svona köld!

 

Langað í eitthvað sem þú veist að þú getur ekki fengið? Já það hefur sko komið fyrir….

Brotið bein? Jebbs …þegar ég var 1. árs, á benedorm eða mallorka, þá var ég að klifra upp á stól og datt :/

 

Logið? Jahá, ég var sko allsvakaleg þegar ég var lítil. Ég laug að krökkum að ég ætti pabba sem byggi í Ástralíu og færi þangað oft og hefði hitt fólkið í nágrönnum og þekkti Billy (Jesse Spencer),hehe

Svo sagði ég líka að hann ætti limmu með topplúgu, sjónvarpi, síma og öllu sem hann kæmi oft að pikka mig upp í…
Þetta var nottla alveg rosalget á þessum tíma ;p

 

Sprite eða 7-Up? Oh, alltaf gos spurningar :/ 

Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar? Í gegnum tíðina hefur meirihlutinn af strákunum sem ég hef verið hot fyrir verið dökkhærðir…. Þeir eru alltaf e-ð svo mysterious ;p 

En það hafa nú alveg komið nokkrir ljóshærðir inn á milli sem hafa náð athygli minn:)

 

l_652ed112308c46fba14a85c24b9b5455 

 - Ég og Addi minn á Fiskideginum í sumar ;*

 

l_f9a8a0fbd0224179915aa2fd8a424771 

- Grettukeppni!

l_1ace0080d1224156953a3c4ad2190750 

- Addi og Eyþór  

l_bb1d8288c1f64ab9b5c1c9d21fc42ca6 

- SS stelpurnar, heh ;)

l_1354bbdd114d497cb82b36fcc711fb47 

 

 Lag dagsins: "Use Somebody" eftir Kings of Leon

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha :) Ég er búin að vera endalaust veik um helgina Óþolandi..... verðum að reyna hittast þegar ég hressist

Linda Ýr Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband