**Desperate times call for desperate measures**

Hver kannast ekki við að þurfa notast við pikkup-línur einhverntíma þegar ekkert annað hefur virkað, eða já...þegar þú ert hreinlega barasta hreinlega ekki góður í að pikka up hitt kynið og dettur ekki annað í hug.

Ég verð þó að segjast stolt að ég hef því miður aldrei þurft að notast við slíkar línur en þó hef of oft orðið fórnalamb þeirra.....

 Ég var að lesa Vikuna í Trimmforminu og rakst á samasafn 20 lélegustu pikkuplína veraldar. Ég ákvað að velja nokkrar sem mér fannst alveg HRÆÐILEGAR og leyfja ykkur að njóta með.

Gerið það að ALDREI nota pikkup-línur á hitt kynið, það er GLATAÐ og virkar AAAAALDREI Sick

...frekar bara að vera maður sjállfur og ef það virkar ekki þá er bara réttast að labba í burt frá manneskjunni og brosa. Allt er betra en að gera sig að fífli, heh

  •  "Hey! Það prumpaði einhver!! - Komum okkur héðan út!"
  • "Hérna er 50kr. Hringdu í mömmu þína og segðu henni að þú komir ekki heim í nótt"
  • "Ef ég elti þig heim, myndi þig þá langa að eiga mig?"
  • "Ert þú ekki á vitlausum skemmtistað? -Ungfrú Ísland er á Broadway!"
  • "Líkaminn þinn er Undraland og ég vill vera Lísa!"
  • "Hæ ég er Hr. Fullkominn, mér var sagt að þú værir að leita að mér!"
  • "Hey, var pabbi þinn geimvera? Ég hef nefnilega aldrei séð neitt líkt þér hér á jörðu!"
  • "Sefur þú á maganum? Ef ekki má ég þá gera það!!!!"

 

 Þið megið alveg endilega skrifa mér línu ef þið hafið náð í alvarlegt samband með svona lame pikkuplínu. Heart

En já, ég þarf að skottast til læknis og svo reyna að mæta í kvöldskólann.

Ætla að setja hérna einn skondinn brandara í lokinn :

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðini tekur hún eftir því a leigubílstjórinn er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu." Hún svarar: "Hmm, sjáum nú til hvað við getum gert í því. En það eru 2 skilyrði : Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn verður mjög spenntur og segist vera það! "Ókei," segir nunnan: "stoppaðu þá á næsta stæði." Nunnan uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru farin aftur af stað fer hann að gráta. "Elsku barnið mitt, hví ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér. en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál Ég heiti Hjalti og er að fara á grímuball." Police W00t 

 

Lag dagsins:  "Lazy Eye" með Silversun Pickups

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband