17.9.2008 | 18:39
Day N' Night!
Lilja litla föst í sögunni endalausu!
...endalaust veik, með mismunandi vírusa og bólgur og litla sem engar skýringar að fá
*fun*
Ég læt þetta voða lítið á mig fá og þegar ég er ekki sem veikust þá fer ég alveg í skólann, hitti vinina og fer í trimmið.
Nenni ekki að vera heima endalaust, láta mér leiðast og vorkenna mér
*of gaman að lifa*
Sirkus Agora var hér um daginn.
Vá, hvað mig langaði alveg ofboðlega mikið að fara en sparnaður á peningum og tímaþröng sá til að ég gat því miður ekki látið verða af því.
*alltof dýrt*
Enda hefði ég ekki verið game í það að pommsa niður af bekknum mínum og fá marblett á rassinn né horfa á konu nærrum því drepa sig við að sýna listir!
*ÚFF* - alltof mikið af því góða-
Ég er þess í stað búin að vera dugleg að fara í bíó.
Fékk 2 boðsmiða á Tropic Thunder og fór svo á Mirrors.
Ég hafði því miður ekkert álit á Tropic Thunders eftir að hafa séð e-rn scetch í LA og fór á hana alveg hlutlaus.
En viti menn!!
Hún kom svona svakalega á óvart, var alveg hrikalega fyndin og skemmtileg!
Ég mæli allavega eindreigið með þessari mynd fyrir fólk sem fer ekki oft í bíó...svona víst það kostar svona hrikalega mikið núna!
*okurbúlla*
Mirrors var einnig góð, svona góð bregðumynd og finnst mér það must á svona scary myndir.
Það tekur mikið fyrir mig að finnast hryllingsmyndir ógeðslegar, scary eða bregða á þeim en þessi stóðst allavega væntingar mínar. Stundum hló ég þó því hún er dulítið kjánaleg á köflum, heh
En ég hló þó ekki né sofnaði alla myndina líkt og ég geri á langflestum svona myndum
Ég fór á Nöglina með Rebekku um dagin.
*mjög spes*
Við skemmtum okkur þó konunglega, sérstaklega Rebekka
*tíhí*
Síðan var tískusýning fyrr KISS á laug. Ég vona bara að það hafi ekki sést á mér hvað ég var rosa veik....
....alveg ábyggilega ekki samt því make-upið var svo rosalegt að ég var alveg óþekkjanleg!!!
Næsta helgi hjá mér á eftir að fara í ammæli hjá systu og manninum hennar, passa og slaka á.
Ætla einnig að reyna að hitta skvísurnar mínar, þær Helgu og Evu í einhverjum rólegheitum.
Ég vona þó að mér verði batnað svo ég geti séð um 5 gríslinga.
Annars verður Rassmus bara að hjálpa til
Lag dagsins : "3D" með Ultra Mega Technobandið Stefán
xoxo
- Lilja Ingibjargar
Athugasemdir
Hæhæ Lilja.
Spes bloggsíða...en sleppur alveg sko :P
Ég er alveg sammála þér með Tropic Thunder myndina ...ég fór einmitt á hana með engar væntingar og þótti hún mjög góð. En Mirrors myndin var alveg GLÖTUÐ, fannst ekkert varið í hana og mér brá aldrei sem er ótrúlegt því ég er nú svo taugaveiklaður á svona myndum. Svo komu líka svo fáranlega atriði eins og þegar gaurinn fór eitthvað að mála speglana á fullu That´s for your own protection!! Allavega fór ég geðveikt að hlægja ásamt salnum.
En hvað um það Lilja gott blogg hjá þér ;)
p.s. Þetta lag er wierdo ..
Gummi Jóns (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:39
haha, já það var t.d eitt af atriðunum sem mér fannst kjánaleg og hló að :p
Mér fannst samt frekar ógeðslegt að gellan reif af sér kjálkan í baðinu! Og svo brá mér þegar kjálkalaus gellan birtist allt í einu í speglinum í bílnum! En mér fannst samt sem áður fyndið þegar gamla gellan var orðin að brennandi djöfli og snargeggjuð útum allt og vildi ekki drepast, haha
Ókey, ég ætla ekki ALVEG að segja frá allri myndinni ;)
Og NEI þetta lag er snilld! Vidjóið er samt sem áður weirdó ;*
Lilja Ingibjargardóttir, 18.9.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.