3.9.2008 | 01:42
Do I belong here
Vinkona mín benti mér á að blogga hér væri mun betra en þar sem ég er að blogga nú http://www.lilly.bloggar.is. Þannig ég ákvað að prófa þetta svæði og sjá til.
Seinustu dagar hafa verið alveg hreint upppakkaðir hjá mér! Ég fékk að vita í gær að ég væri að fara í próf á morgun úr 11 köflum þannig ég mátti bara gjöra svo vel að byrja að lesa!
Ég fann alveg hvað líkaminn er ekki vanur þessu skólalífi mínu, ég alveg steinsofnaði í sófanum á meðan ég var hálfnuð með þessa 11 kafla mína... En mikið rosalega var ég fegin að systir mín hringdi og vakti mig svo ég náði að sækja mams og fara aftur í skólann.
*fun fun*
Reyndar finnst mér þetta alveg æðislegt líf! Að vera aftur í skóla og svo upptekin að ég hef ekki tíma til að láta mér leiðast
Eina sem mér finnst leiðinlegast af þessu öllu er að ég hef minni tíma til að vera með vinum og fjölskyldu. Ég get þó huggað mig við það að þau hafa einnig alveg nóg með sitt !
...Vinkonur mínar allar nýbyrjaðar í Háskólanum og á kafi í bókum, Besta vinkona mín nýbúin að eiga og á alveg nóg með að aðlaðast því lífi. Eldri systir mín með 5 litlu sætu og 3 af þeim í skóla og hin systir mín að vinna á alþingi frá morgni til kvölds. Þannig ætli ég geti varla verið með mikið samviskubit yfir að hafa lítin tíma fyrir fólkið mitt þegar það hefur varla tíma fyrir sjálft sig...
Ísland er bara svo mikið svoleiðis!....allir vinna myrkrana á milli rétt svo til að eiga fyrir mat á borð og e-ju hlýju til að klæðast! Voða lítill frítími nema rétt svo til að borða og hreyfa sig
- En "your home is where the heart is". Og akkurat núna tilheyrir það Íslandinu góða og ég verð hér í x-tíma í viðbót. Er ekkert að fara í bráð og verð þá bara að láta þetta á mig fá, right?
Lag dagsin : "Sex on Fire" með Kings of Leon.
Athugasemdir
Neiiiiiii velkomin skvísa hingað Vertu nú dugleg að blogga skotta
Linda Ýr Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:08
Heyrðu Lilly mín hvenar er hittingur hjá okkur ???
Linda Ýr Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.