6.11.2008 | 17:32
Old and tacky....
Vá hvað ég man eftir :
- þegar allir voru í hermannabuxum
- þegar KRAFT-gallar voru COOL!
- þegar stelpur tóku 2 lokka úr síðum toppnum og það var ógó flott..
- þegar FUGI tískan var og allir voru í hippster REGNGALLA!!
- þegar afró/alfléttað hár var the shit
- þegar allar stelpur voru með breitt hárband
- þegar skór með ÞYKKUM botni voru heavy flottir
- þegar allir voru í moonboots
- þegar allir hlustuðu á SKÍMÓ og voru í buffaló skóm
- þegar sannleikurinn,kontór og mana var aðal leikurinn
- þegar eyrnaskjólin komu í týsku
- þegar skopparatískan var á mótí sixtís tískunni.
- Þegar var rosa töff að hafa brjóstarhaldarabönd á hárinu.
- þegar neon-skæru litirnir komu í tísku og maður var alltaf i þeim. OJ
- þegar.......
Vá hvað þetta var GEÐVEIKT þegar þetta var allt inn en er núna LÖNGU grafið einhvers staðar inní skáp eða komið í sorpu! :p
Farin á sérstaka gala-kokteil forsýning. Kem svo strax með blogg um myndina og segi ykkur allt um hana.
- djóks -
Verð að vinna alla helgina þannig ekkert skemmtileg heit hja mér. Er reyndar buin snemma á laug. að vinna og er boðin í SENU partýið þannig kannsi kiki ég ef ég nenni.
L8ters
Lag dagsins : "Hvers Vegna" með Skítamóral (eina lagið sem ég fann á youtube)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 19:06
*Fjölskyldan er það mikilvægasta sem þú átt*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2008 | 21:34
Löngun í sól og hita...ævintýraþrá og betri tíma....
Vá hvað mig langar að vera úti akkurat núna
já, ekki auðvelt það..
Það var meira að segja verið að gefa mér tilboð að koma í America's Next top Model. Ég myndi nú samt aldrei fara í það, haha. Of mikið rugl þó það sé gaman að horfa á þetta.
Ég er samt að spá í að svara e-ð af þessum tilboðum ef það er ekki of seint, þá gæti ég bara flogið á staðin og séð til hvernig gengur.
Það borgar sig allavega fjárhagslega akkurat núna. Og svo er þetta líka bara svooooooooo gaman
xoxo
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 19:01
Dauðarefsingar komnar út í öfgar!
Og á það bara við um karlmennina en konur verða dæmdar í ævilangt fangelsi.
Er þetta gert til að festa múslimatrú í Íran en fleiri og fleiri eru að færa sig yfir í kristna trú.
Ef þú færð ekki að stjórna þér sjálfur og þínu lífi hvernig líður þér þá innanbrjóst?
Að fólk sé dæmt til dauða við það eitt að skipta um trú er hreinn viðbjóður!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 23:11
"Er það út af helvítis krippunni??"
Það hefur verið mikið um að vera hjá mér seinustu daga.... verkefnaskil, ritgerðir, próf og hópverkefni. Ekki má gleyma vinnunni..
Allur frítími fer svo í ástina, fjölskyldu og vini.
Það eru bara allir e-ð svo busy núna og svo tala ég ekki um ástandið sem er í landinu!!
Seinast þegar ég fór þá var ég 11 eða 12 og fór með fjölskyldunni minni.
Reyndar fór ég einnig með Brynju líka á þeim tíma en það var líka bara fjölskylduferð.
En allt þó mjög gaman. Ég segi það nú ekki
Ég og Brynja eigum MARGAR gamlar og skemmtilegar mynningar úr bústaðarferðum, t.d. "gufuna", "eru þær franskar" "vöðluævintýrið" o.fl
*En það er alltaf yndislegt að búa til nýjar minningar og veit ég þær verða fleiri*
Talandi um litla krakka þá var ég í íslenskutíma í dag og kennarinn okkar byrjaði að segja okkur frá litla stráknum sínum. Þau voru úti að ganga og hann nefndi við hana að hann þyrfti nú þessa flottu úlpu sem kostaði 20.000kr. Mömmunni fannst það nú af og frá og sagði það ekki vera nauðsynlegt. Sá litli varð frekar æstur og alveg "Er það út af helvítis KRIPPUNNI??"
haha, mér fannst þetta fyndið og sætt
Greyið krakkarnir samt að þurfa að vera að pæla í þessum hlutum sem eru að gerast í samfélaginu núna. Skilja hvorki uppné niður!
Hell, fólkið sem stjórnar landinu skilur sjálft varla neitt hvað er að gerast með okkur.
Í dag segir það þetta og á morgun hitt, heh
Við lifum í kripputíð
Ég er búin að setjast niður hvert einasta sunnudagskvöld núna síðan Dagvaktin byrjaði og VÁ hvað þetta eru einstaklega fyndnir þættir!
Ég sá ekki alla Næturvaktina því ég bjó úti þegar hún var en ég sá nú alveg slatta í endursýningu og mér finnst Dagvaktin toppa þetta langtumfram
Þátturinn seinast var allavega rosalegur, bíð spennt eftir næsta
Ég er núna komin í 4 daga helgarfrí. Það er semsagt einhvers konar miðannarfrí í skólanum.
*Thank god*
Ég ætla örugglega að kíkja á Októberfest um helgina eða þá bara njóta rólegheitanna
Lag dagsins : "Hvar er draumurinn" með Sálinni hans Jóns míns.
"Hvar er lykillinn...vóoooó"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 21:18
3 years ago...these were my thoughts :
Ég var að skoða eldgamla bloggsíðu : http://lilly-kind.blogcentral.is og fann spurningalista sem átti að segja fólki meira um mig.
Þessi síða er frá því ég var 19-21árs :)
- Enjoy
Smá svona um mig....
Fullt nafn? Lilja Hlín Ingibjargardóttir
Fæðingardagur og ár? 19.mars 1986
Stjörnumerki? A fish
Foreldrar? Ingibjörg Agnarsdóttir og Sigurður Ólafsson
Systkyni? Heiða Lind, Hildur Eva og Steingrímur Sigurðsson
Æfirðu íþróttir? Ábyggilega búin að æfa allar íþróttir sem til eru
en fótbolti stendur uppúr, skemmtilegasta og besta íþróttin
æfði hana lengst
Svo æfði ég m.a. íshokkí, körfu, frjálsar, karate, tai kwuan do, tennis, dans og margt fleira..
En núna í dag er það bara Classinn 3-6 sinnum í viku
Áhugamál? Þoli ekki þessa sp. ..hún er alls staðar..
Annars EF ég ætti að svara henni þá er það bara : vinir, ræktin, hangsa yfir tölvunni, djamma, ferðast, sól og sumar, hiti frekar en kuldi, læra skemmtilegt lærdómsefni og fl.
Áttu gsm? Já, veit ekki hvar ég væri án hans
Uppáhalds ...
Matur? Hmmm, erfitt að svara þessari spurningu því ég borða nú ekkert voða mikið
En það sem stendur uppúr er góðar pizzur, tófubollur, humar og lasagnað hennar mömmu + hvítlauksbrauð
Svo eru bjúgur og uppstúfur alltaf klassískt
nammi namm
Því maður fær það svo sjáldan
Extra-tyggjó? Dökk-Grænn
Staður á landinu? Í miðri geðveikinni, Reykjavík
Kvikmynd? Svo margar skemmtilegar en sú sem stendur uppúr því ég get alveg horft á hana endalaust er : How to lose a guy in 10 days
Ávöxtur? Banani, Jarðaber,bláber, fersk Vatnsmelóna og græn vínber
Trúirðu á......
Ást við fyrstu sýn? Nje, ekki alveg
þú verður nú að kynnast manneskjunni fyrst
En fólk getur fengið sterka hrifningu til einhvers í fyrsta skiptið
Guð? Nei, veistu ég held ekki
Ég meina, ég fer ekki í kirkju, bið ekki til guðs né trúi að hann hafi skapað heiminn
En ég þori að veðja að ef ég er að deyja, byssu sé miðað á mig eða ég sé að detta fram af kletti að ég eigi eftir að biðja til hans um hjálp
Þetta er bara e-ð svona sem maður er alinn upp við, við búum bara í kristnu samfélagi..
Skrímsli? Heh, nei reyndar ekki en kannski svona VOÐA ljót og hræðileg dýr og manneskjur sem við gætum flokkað undir skrímsli ;p
Stjörnuspár? Ó já, þeim fylgist ég sko með ég meina sumar eru nú alveg út í hött
En margar hverjar af þeim smell passa alveg og mér finnst alveg voða gaman að fylgjast með stjörnuspánni minni og fólksins í kringum mig..
Maður verður bara að passa að trúa henni ekki of mikið
Geimverur? Nei, ekki þessi týpan. En ég meina það er kannski líf einhversstaðar í einhverjum öðrum sólkerfum þarna úti en ég trúi nú ekki á geimverur frá Mars eða þess háttar sem ætla einn daginn að yfirtaka jörðina.
Kannski eru eihverskonar örverur, bakteríur eða þess konar lífverur á þessum plánetum, en ekkert stærra eða hættulegra en það
Drauga? Já, frekar draugahrædd manneska. Trúi að fólk vaki yfir okkur.
Upp að vissu marki auðvitað
Galdra? Já, allavegana á miðöldum..
rúnagaldur, svartigaldur, hvítigaldur og þannig
Svo eru grasalækningar einhvers konar galdrar
Mjög spennó allt saman
En ég trúi samt ekki á svona öfga-dæmi eins og Charmed
Hvort er betra ..
Coke eða Pepsi? Æ, ég drekk ekki kolsýring semsagt gos. En ég hef nú alveg smakkað báða drykkina og finnst Pepsi með betra bragð..
Blóm eða nammi? Bæði betra Annars eru það blómin sem vinna mig
ég er svo gamaldags e-ð ;p
En nottla ekki fá þau of oft, bara svona koma á óvart
Hávaði eða næði? Næði en samt ekki of lengi því þá sturlast maður alveg og vill fá hávaða
En ekki of lengi heldur í hávaða því þá vill maður næði
Þetta er smá tricky question :/
Sundlaugar eða heitir pottar? Heitir pottar er svo þæginlegir, slappa af og kózý,
og nottla margt annað
En ég myndi samt hafa bæði í garðinum hjá mér, svo ég gæti nú kælt mig og tekið smá sundsprett
Púðluhundur eða Rottweiler? Rottweiler. Því púðluhundar eru alveg geðveikir í skapinu
Buxur eða stuttbuxur? Buxur.
Hver ...
Fær þig til að hlæja mest? Heh, ég er með svo sérstakan húmor ;pAnnars er það ábyggilega Hlynur, litli frændi minn..dýrka hann, getur orðið alveg eins og Joey í friends
Fær þig til að brosa? fjölskyldan og vinir mínir þegar ég hugsa um þau þá brosi ég alveg út að eyrum
Óskað þess að þú værir önnur en þú ert? Who hasn't J
Óskað þess að vera karlmaður? Ó, já væri mun auðveldara líf stundum
Óskað þess að líta öðru vísi út? Voða líkar þessar 3 spurningar En já ég held nú að allir vilji líta öðruvísi út en þeir gera
Hérna er meira ...
Myndirðu giftast vegna peninga? Já ef ég myndi fá borgar fyrir það, hahahaha
Dreymir þig í lit eða svart/hvítt? ummm, ég veit það ekki, mig dreymir allavegana ;p
Manstu fæðingu þína? Já ég þrýstist allt í einu út úr mjúkum og heitum leggöngunum sem höfðu verið heimkynni mín í 9 mán. Ég sá voða SKÆRT ljós og fann fyrir nýstingskulda það var ástæðan fyrir því að ég fór að hágrenja um leið og ég komst út í þetta helvíti.. Einnig var ástæðan alveg forljótur maður sem tók mig föstu taki og klippti á strenginn sem hafði gefið mér svo æðislega góða næringu allan þennan tíma Svo var ég tekin og skrúbbuð hátt og lágt, ég hélt þetta væri heimsendir, ískuldi og skæra ljósið að drepa mig
EN þá varð allt búið, þegar ég varð vafin í teppi og sett í hlýtt fangið á yndislegri konu sem sagðist ver móðir mín
Hvaða tungumál finnst þér fallegast? Íslenskan auðvitað
En þau mál sem mig langar til að læra er : spænska, afríkönsk mál, hebreska og toppa enskuna
Hvort hefur þú slökkt eða kveikt á ljósunum þegar þú horfir á sjónvarpið? Ég er voða skrítin með þetta dæmi, ég er alltaf með kveikt á ljósunum þegar ég horfi á sjónvarpið er voða sérvitur e-ð
Annars eru þau slökkt þegar e-r kemur í heimsókn ;p
Færðu martraðir? Já, óþæginlega oft :/
Og verð alltaf svo voða hrædd og get ekki sofnað strax eftir
þoli ekki martraðir :/
Hlustar þú á tónlist daglega? Jebb, það geri ég sko Mjög mikið
Hvað áttu mörg skópör sem þú notar? 3 strigaskó, 2 sem ég nota í ræktina, 3 stígvél, 6 fína skó, 4 sandala og svo 1-2 inniskó..
Ég er sko ekkert mikið fyrir skó
Hrýtur þú? Nei, ekki svo ég viti..
Reyndar þegar ég er alveg ÓTRÚLEGA þreytt þegar ég leggst upp í rúm og sofna liggjandi þá kemur það fyrir
en þá vakna ég alltaf við þær..
Hvort finnst þér betra að fara á fín veitingahús eða svona matsölustaði? Auðvitað alltaf skemmtilegra að fara á fín veitingahús
en nottla ekki of oft.
Þá fer maður bara á matsölustaði og eldar inn á milli
Hvernig viltu að augun í þér séu á litin? Voða fallega blá með ljósum tæjum inní
Annars hef ég nú lítið pælt í þessu því ég er bara ánægð með minn augnlit. Aldrei viljað litalinsur eða neitt
Tekurðu einhver lyf? Já já nóg af því
Ertu dekurbarn? Heh, jebbs það er ég
Rólega eða ruglaða týpan? Róleg áður en þú kynnst mér en þegar þú hefur kynnst mér þá er no turning back ;p
Ertu hamingjusöm manneskja? Já ég myndi segja það, allavegana í dag
Hvað myndirðu vilja heita ef þú hétir ekki Lilja? Ég vil nú bara heita Lilja sko
En þegar ég var lítil þá vildi ég alltaf heita Rósa, heh dont ask me why ;p
Eða Lena, því ég átti að heita það áður en ég var skírð Lilja
En annars finnst mér ekkert spes þegar fólk kallar mig báðum nöfnunum : Lilja Hlín
því ég er bara ekkert vön því
Eða þegar það er að reyna að finna e-ð gælunafn á mig
vá hvað mér finnst það e-ð skrítið :/
Hver er þinn versti ótti? Ætli það sé ekki að fá ólæknandi sjúkdóm, lamast og svo verða voða akalega feit og ljót
Hefurðu fengið hlaupabóluna? Jebbsí, 2svar meira að segja
Ertu með göt einhverstaðar eða tattoo? Engin tattoo en er með göt í eyrunum og í naflanum
Svo audda bara þar sem þau eiga að vera á líkamanum
Hver er tilgangur lífsins? Bara að lifa í núinu og gera það sem manni langar til þegar tækifærin gefast
En samt fara vel með þetta líf sem við eigum og sóa því ekki í vitleysu..
Hvað er mesta prakkarastrikið þitt? Vá þau eru of mörg
En eitt hérna : Þegar ég og Þórey vorum litlar þá hringdum við stundum í þarna klámlínurnar.. Aðeins að stríða gaurunum. Og svo þegar þeir voru alveg að fá það þarna í símann þá öskruðum við hvaða helv. perrar þeir væru, að við værum bara 12 ára, þeir væru ógeðslegir að hringja í svona, gætu þeir ekki reddað sér almennilegum kellingum og svo framvegis Alveg að eyðileggja allt fyrir þeim og þeir að borga ekkert smá mikið fyrir, heh
Svo létum við þá líka hitta okkur, t.d. hjá Sundlauginni, sögðum honum að mæta með rós eða whatever til að við gætum þekkt hann, og svo horfðum við bara á hann standandi þarna og bíða
hahahaha + haldandi á rós eins og e-r aumingi ;p
Grátið þegar einhver deyr? Já, ég er ekki svona köld!
Langað í eitthvað sem þú veist að þú getur ekki fengið? Já það hefur sko komið fyrir .
Brotið bein? Jebbs þegar ég var 1. árs, á benedorm eða mallorka, þá var ég að klifra upp á stól og datt :/
Logið? Jahá, ég var sko allsvakaleg þegar ég var lítil. Ég laug að krökkum að ég ætti pabba sem byggi í Ástralíu og færi þangað oft og hefði hitt fólkið í nágrönnum og þekkti Billy (Jesse Spencer),hehe
Svo sagði ég líka að hann ætti limmu með topplúgu, sjónvarpi, síma og öllu sem hann kæmi oft að pikka mig upp í
Þetta var nottla alveg rosalget á þessum tíma ;p
Sprite eða 7-Up? Oh, alltaf gos spurningar :/
Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar? Í gegnum tíðina hefur meirihlutinn af strákunum sem ég hef verið hot fyrir verið dökkhærðir . Þeir eru alltaf e-ð svo mysterious ;p
En það hafa nú alveg komið nokkrir ljóshærðir inn á milli sem hafa náð athygli minni
- Ég og Addi minn á Fiskideginum í sumar ;*
- Grettukeppni!
- Addi og Eyþór
- SS stelpurnar, heh ;)
Lag dagsins: "Use Somebody" eftir Kings of Leon
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 17:50
Life is only as hard as you make it out to be....
Stundum finnst mér lífið mjög óréttlátt!
....og á meðan er manneskjan sem mér finnst vera að beita mér óréttlæti að líta lífið alveg sömu augum og ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 21:33
"Nú á ég fullt af úrvals kartöflum....- dirilídei"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 18:20
**Desperate times call for desperate measures**
Hver kannast ekki við að þurfa notast við pikkup-línur einhverntíma þegar ekkert annað hefur virkað, eða já...þegar þú ert hreinlega barasta hreinlega ekki góður í að pikka up hitt kynið og dettur ekki annað í hug.
Ég verð þó að segjast stolt að ég hef því miður aldrei þurft að notast við slíkar línur en þó hef of oft orðið fórnalamb þeirra.....
Ég var að lesa Vikuna í Trimmforminu og rakst á samasafn 20 lélegustu pikkuplína veraldar. Ég ákvað að velja nokkrar sem mér fannst alveg HRÆÐILEGAR og leyfja ykkur að njóta með.
Gerið það að ALDREI nota pikkup-línur á hitt kynið, það er GLATAÐ og virkar AAAAALDREI
...frekar bara að vera maður sjállfur og ef það virkar ekki þá er bara réttast að labba í burt frá manneskjunni og brosa. Allt er betra en að gera sig að fífli, heh
- "Hey! Það prumpaði einhver!! - Komum okkur héðan út!"
- "Hérna er 50kr. Hringdu í mömmu þína og segðu henni að þú komir ekki heim í nótt"
- "Ef ég elti þig heim, myndi þig þá langa að eiga mig?"
- "Ert þú ekki á vitlausum skemmtistað? -Ungfrú Ísland er á Broadway!"
- "Líkaminn þinn er Undraland og ég vill vera Lísa!"
- "Hæ ég er Hr. Fullkominn, mér var sagt að þú værir að leita að mér!"
- "Hey, var pabbi þinn geimvera? Ég hef nefnilega aldrei séð neitt líkt þér hér á jörðu!"
- "Sefur þú á maganum? Ef ekki má ég þá gera það!!!!"
Þið megið alveg endilega skrifa mér línu ef þið hafið náð í alvarlegt samband með svona lame pikkuplínu.
En já, ég þarf að skottast til læknis og svo reyna að mæta í kvöldskólann.
Ætla að setja hérna einn skondinn brandara í lokinn :
Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðini tekur hún eftir því a leigubílstjórinn er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu." Hún svarar: "Hmm, sjáum nú til hvað við getum gert í því. En það eru 2 skilyrði : Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn verður mjög spenntur og segist vera það! "Ókei," segir nunnan: "stoppaðu þá á næsta stæði." Nunnan uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru farin aftur af stað fer hann að gráta. "Elsku barnið mitt, hví ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér. en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál Ég heiti Hjalti og er að fara á grímuball."
Lag dagsins: "Lazy Eye" með Silversun Pickups
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:39
Day N' Night!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)