Spara spara spara OJBARA!

Ætla að prófa að halda blogg eina ferðina enn. Ég hélt bloggi á frá því ég var 17/18 ára þagað til ég var 22 og hætti svo og bloggaði eina færslu hér og þar. 

 Prófum þetta allavegna Wink

 

Ég fór í tökur í dag fyrir sjónvarpsþátt sem hefur göngu sína um páskana/vor. Það var mjög gaman og spennandi verkefni og verð ég áberandi þáttur í einu atriðinu. Maður ætti kannski bara að leggja leiklistina fyrir sig ? Smile

Eins og fram hefur komið þá er ég þáttastjórnandi í þáttum fyrir Ungfrú Ísland. Ég er þegar búin að taka upp fyrsta þáttinn með hinni fallegu Fanney og næsti þáttur verður tekinn upp um helgina í áheyrnarprufum. Ég hlakka mjög til að sjá útkomuna á þessu öllu saman og vona að þetta opni fleiri dyr fyrir mig í sjónvarpi og show-i mig á því sviði. Cool

 

 En úr einu í annað...Þá finnst mér hræðilegt að hvorki Tryggingastofnun né Akureyrarbær vilji styrkja greyið 15 ára strákinn á Akureyri sem er orðinn fatlaður, blindur, heyrnalaus, passar ekki lengur í hjólastólinn sinn og kemst varla almennilega um húsið sitt því það er ekki gert fyrir fólk í hjólastól. GetLost

Eða þá greyið dýrin út á landi sem bændur eru að gelda án leyfis og án dýranlækna og deyfilyfja. OJ! Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta í gær! Það var sýnt litla sæta grísi og svo var sagt að það væri stungið í punginn á þeim með hníf og svo pungurinn RIFINN af!!! Crying

!!Jahérna hér!!

Naumast að fólk er að spara í dag, hvort sem það er í garð fatlaðra barna eða dýra til utaneldis!  

 

Mini%20Pig%201
 
- svoooo DÆDUR!!!  

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband